Umboð

logo_ge

Nánar

GE Healthcare er leiðandi fyrirtæki á sviði lækningatækja og hefur það markmið að vera fremstir á því sviði. Með fjölbreyttu framboði tækja og þjónustu hefur GE Healthcare auðveldað heilbrigðisstarfsfólki að greina og meðhöndla sjúkdóma á borð við krabbamein, hjarta-, æða-, og taugasjúkdóma ásamt fósturgreiningum. GE Healthcare leggur áherslu á vörur sem skipta máli við sjúkdómsgreiningu og meðferð. Framtíðarsýn þeirra lítur að þátttöku í rannsóknum, vöruþróun og forvörnum ásamt því að mæta kröfum viðskiptavina sinna með hagstæð verð.

Meira um GE Healthcare

Nánar

Texti með upplýsingum um Stryker er væntanlegur. Sjá nánar link á heimasíðu Stryker hér fyrir neðan.

Meira um Stryker

physio_control_iceland

Nánar

Physio Control hefur verið leiðandi í þróun, framleiðslu, sölu og þjónustu á hjartastuðtækjum og er meðal þeirra stærstu á því sviði í heiminum í dag. Vörulínan er breið, allt frá alsjálfvirkum hjartastuðtækjum til sérhæfðs og flókins tækjabúnaðar. Markmið Physio Control eru að framleiða tæki í hæsta gæðaflokki sem stuðlar að bestu möguleikum á björgun mannslífa.

Physio Control hjartastuðtæki má m.a. finna í öllum sjúkrabílum, ýmsum sjúkrastofnunum og fyrirtækjum á Íslandi. Hjartahnoðtæki frá Physio Control eru á völdum stöðum.

Meira um Physio Control

bayer_healtcare_logo

Nánar

Bayer Healthcare er alþjóðlegt fyrirtæki á sviði framleiðslu og dreifingar lækningatækja sem notuð eru við tölvusneiðmyndun, segulómun og hjartaþræðingu. Bayer Healthcare eru markaðsleiðandi í framleiðslu á sprautudælum sem notað eru við fyrrgreindar rannsóknir.

Meira um Bayer HealthCare

logo_integra

Nánar

Integra er leiðandi fyrirtæki við framleiðslu á skurðáhöldum og höfuðljósum fyrir flestar tegundir aðgerða. Vörur frá Integra eru meðal annars verkfæri og ígræðslulausnir fyrir mænu og útlimi ásamt viðgerðum á taugum í útlimum. Integra bíður einnig upp á lausnir við  húðígræðslu og sárameðferð ásamt „ultrasonic tissue ablation system“ eða CUSA.

Integra leggur áherslu á þátttöku skurðlækna við hönnun á vörum sínum og hefur það markmið að fækka óvissuþáttum aðgerðar með einfaldleika og öruggum lausnum. Með fjölbreyttu vöruúrvali sínu hefur Integra verið með einna stærstu markaðshlutdeild í Bandaríkjunum.

Meira um Integra

logo_pro-med

Nánar

Pro-Med er yfir 30 ára gamalt þýskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu á skurðáhöldum sem notuð eru í yfir 50 löndum. Pro-Med býður upp á  um 12.000 mismunandi skurðáhöld sem skipt er upp í sex aðgerðaflokka, frá almennum- til sérhæfðra skurðaðgerða.

Pro-Med er með hundruð tillagna um hvernig raða má  skurðáhöldum saman fyrir mismunandi tegundir aðgerða en býður jafnframt upp á sérhæfðar lausnir, óski viðskiptavinur þess.

Meira um Pro-Med

logo_biolitec

Nánar

Biolitec er þýskt fyrirtæki stofnað 1986. Það er í dag eitt af fremstu fyrirtækjum heims á sviði leysitækni í lækningaskyni. Biolitec bíður upp á fjölbreytta leysitækni sem má nota við ýmsar tegundir aðgerða. Má þar nefna fjarlæginu ýmiskonar fyrirferða, lagfæringu á æðahnútum og gyllinæð ásamt sára- og húðmeðferð. Lasertækni Biolitec hefur leitt til færri inngripa í aðgerðum, minni blæðingar, bólgu og örvefsmyndunar sem styttir legumtíma og bataferli.

Meira um Bio Litec

logo_medica_europe

Nánar

Medica Europe var stofnað 1957 og er með höfuðstöðvar sínar í Hollandi. Medica Europe framleiðir einnota umbúðir fyrir skurðstofur, hjartaþræðingu, gjörgæslu og röntgen. Medica Europe framleiðir einnig einnota hanska og skurðáhöld.

Meira um Medica Europe

logo_sanger

Nánar

Sänger er þýskt fyrirtæki sem framleiðir ýmsar rekstrarvörur fyrir heilbrigðisstofnanir og eru þær samkvæmt Evrópskum og alþjóðlegum stöðlum. Meðal annars má nefna teyjubindi sem notuð eru til stuðnings á liðum og til að halda sáraumbúðum í skefjum. Teyjubindin hleypa lofti í gegnum sig og fást í mismunandi litum.

Meira um Sänger

logo_smi

Nánar

SMI er Belgískt fyrirtæki stofnað 1987. Það sérhæfir sig í framleiðslu á saumum, nálum og skurðhnífum sem nota má við almennar sem og flóknar aðgerðir. SMI er þekkt víða um heim og selur vörur sínar til 80 mismunandi landa. Það leggur áherslu á gæði, staðla og strangt eftirlit við framleiðslu sína . SMI vinnur stöðugt að vöruþróun til að mæta þörfum viðskiptavina sinna

Meira um SMI

logo_protek

Nánar

Protek Medical er Bandarískt fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu á hlífðarhulsum og ábreiðum fyrir ýmsar tegundir af ómtækjum og spjaldtölvum. Hægt er að fá hlífðarhulsurnar sterilar. Þær hleypa ekki óhreinindum í gegnum sig, eru mjúkar, teyjanlegar og auðvelt er að sjá í gegnum þær. Protek framleiðir einnig ýmsar gerðir nála og nálaleiðara við ómstýrðar ástungur. Nálaleiðararnir fást bæði hreinir eða sterilir, einnota eða margnota.

Meira um Protek Medical Products

logo_nouvag

Nánar

Nouvag er með höfuðstöðvar sínar í Swiss. Nouvag er leiðandi fyrirtæki í hönnun og framleiðslu á ýmsum tegundum rafknúinna verkfæra fyrir almennar- og smásjáraðgerðir, kviðarholsspeglanir og aðgerðir í munnholi. Verkfæri frá Nouvag eru notuð í yfir 190 löndum við gott orðspor. Nouvag framleiðir einnig sogdælur fyrir fitu, vökva og blóð ásamt tækjum sem aðstoða við notkun á innöndurlyfjum.

Meira um Nouvag

logo_game_ready

Nánar

Game Ready er leiðandi fyrirtæki í kæli og þrýstimeðferð fyrir þá sem hafa orðið fyrir meiðslum og/ eða eru að jafna sig eftir aðgerð. Með þekkingu sinni og tækni frá NASA hefur Game Ready hannað tæki sem gefur samtímis þrýsting með lofti og um leið stillanlega kælimeðferð. Þessi aðferð minnkar verki og bólgur, eykur hreyfanleika og styttir bataferlið. Game Ready tækni er notuð víða um heim bæði af bæklunarlæknum, sjúkraþjálfurum og í heimi íþróttanna t.d. í NFL og NBA.

Meira um Game Ready

logo_sony_medical

Nánar

Sony Medical býður upp á fjölbreytt og nýstárlegt úrval skjávarpa og prentara í hæsta gæðaflokki. Má þar nefna fyrsta OLED (organic light-emitting diode) skjávarpann. Sony Medical er leiðandi í HD 3D tækni (hágæðaupplausn í þrívídd). Einnig er boðið upp á vélar til myndatöku, upptökutæki til geymslu á myndum, prentun mynda á skjöl og lausnir til að deila myndum.

Meira um Sony Medical

logo_sport_promote

Nánar

Sportpromote er breskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu á fullbúnum sjúkratöskum fyrir íþróttafólk. Sportpromote leggur áherslu á þátttöku bráða-, bæklunar-, kjálka-, hjarta- og gjörgæslulækna við hönnun á vöru sinni. Með töskunni fylgja leiðbeiningar um notkun á innihaldi tösku en þær eru uppfærðar reglulega af fagaðilum. Sportpromote sjúkrataskan er notuð víða í heimi íþróttanna t.d. hjá Celtic, Aberdeen og hjá skosku fótboltasamtökunum.

Meira um Sport Promote

Nánar

Texti með upplýsingum um Cardiva Integral Solutions er væntanlegur. Sjá nánar link á heimasíðu Cardiva hér fyrir neðan.

 

Meira um Cardiva Integral Solutions

Nánar

Atos Medical hefur gert það að markmiði sínu að veita fólki sem andar um barkarauf röddina aftur. Atos Medical hefur áratuga langa reynslu í hönnun búnaðar í nánu samstarfi við notendur.

Síðan Provox talventlarnir komu fyrst á markað fyrir um 30 árum hefur Atos verið leiðandi á markaði við hönnun og þróun á búnaði fyrir einstaklinga sem farið hafa í barkakýlisnám.

Atos hefur sinnt þörfum yfir 70.000 einstaklinga í yfir 70 löndum. Yfirgripsmikill vörulisti býr yfir fullkomnu úrvali af tal og lungna endurhæfingarbúnaði. Þetta fjölbreytta úrval af hágæða Provox vörum gerir það að verkum að hægt er að sérsníða lausn fyrir hvern notanda.

Til að vera leiðandi á markaði þarf fleira að koma til en vöruþróun og því hefur Atos Medical lagt ríka áherslu á stuðning við klínískar rannsóknir og menntun sérfræðinga og fræðsla til notenda.

 

Fjallað hefur verið um Provox vörurnar í yfir 150 ritrýndum ritum. Atos Medical styður og heldur nokkur hundruð ráðstefna og fræðsluáætlana á ári hverju.

 

Meira um Atos Medical