Tvíburabróðir er holrúm með hárum í sem liggur undir húð á spjaldhryggsvæðinu. Frá holrúminu geta myndast göng sem liggja undir húðinni og út á yfirborð húðar. Ef þau eru til staðar eru meiri líkur á sýkingu á svæðinu.
Í flestum tilfellum er hægt að fjarlægja tvíburabróðir með Biolotec lasermeðferð. Hún er framkvæmd með þeim hætti að hárin í holrúminu er fjarlægð eins og hægt er. Laserþráður er þræddur upp göngin þar til að hann er kominn í holrúmið. Laserþráðurinn er svo dreginn út á meðan lasermagnið sem frá honum kemur þrengir ganginn. Hann lokast svo endanlega nokkurm vikum síðar.
Hér má sjá á mynd, hvernig tvíburabróðir er fjarlægður með Biolitec lasermeðferð.
Í byrjun aðgerðar er laserþræði komið fyrir í holrúminu. Hann er svo dreginn út ganginn. Lasermagnið sem frá þræðinum kemur dregur holrúmið og ganginn saman.
Frekari upplýsinga má fá hjá almennum skurðlæknum og skurðlæknum með sérsvið í ristil- og endaþarmslækningum sem hafa hlotið þjálfun í Biolitec lasermeðferð við gyllinæð, fistil í endaþarmi og tvíburabróðir.
Sjá einnig meira um Biolitec lasermeðferðir hér.