Á vakt fyrir Ísland
23. október, 2017
11 Best Totally Free Committed Dating Software (2020)
23. nóvember, 2022
Sýna allt

Samruni Fastus og HealthCo

Þær ánægjulegu fréttir bárust í vikunni að áætlaður samruni Fastus ehf. og HealthCo. ehf. hefur gengið í gegn. Öllum fyrirvörum vegna samrunans, m.a. af hálfu Samkeppniseftirlitsins, hefur verið aflétt. HealthCo er því formlega orðið dótturfélag Fastus og til að byrja með verður HealthCo rekið áfram í óbreyttri mynd. Á næstu mánuðum er hins vegar stefnt að því að öll starfssemi fyrirtækjanna færist undir eitt og sama þak að Síðumúla 16, þar sem Fastus er með aðsetur í dag.
 
Einar Hannesson framkvæmdastjóri Fastus segir þessa niðurstöðu vera mikið framfaraskref fyrir fyrirtækin bæði og styrki stoðirnar undir öflugan og þjónustudrifinn rekstur Fastus. Fastus var stofnað árið 2006 og hefur verið allt frá því verið í örum vexti. Fastus hefur skilgreint sig sem framsækið þjónustufyrirtæki, sem sér fyrirtækjum og stofnunum á heilbrigðissviði, og í rekstri tengdum matvælum og iðnaði, fyrir tækjum, búnaði og rekstrarvörum.
 
„Þessi niðurstaða er ánægjuleg sem gefur fyrst og fremst tækifæri til aukinnar og enn betri ráðgjafar og þjónustu við viðskiptavini HealthCo“ segir Guðmundur Hreiðarsson framkvæmdastjóri HealtCo. HealthCo, sem stofnar var árið 2008, er sölu- og þjónustufyrirtæki, á sviði heilbrigðistækni, lækningatækja og hjúkrunarvara. HealthCo hefur á að skipa þekktum á áræðanlegum umboðum á heilbrigðismarkaði, m.a. á sviðum myndgreiningarbúnaðar.
 
Við samruna félaganna verður til enn öflugri aðili í þjónustu við íslenskt heilbrigðiskerfi. Það er mat stjórnenda félaganna að sameinað félag sé betur í stakk búið til að veita viðskiptavinum sínum hágæða þjónustu, sérfræðiráðgjöf og breitt vöruúrval á samkeppnishæfu verði. Eftir samrunann munu um 60 manna teymi með fjölhæfa sérfræðiþekkingu starfa hjá Fastus.

Á myndinni má sjá Einar Hannesson framkvæmdastjóra Fastus, Guðrúnu Gunnarsdóttur deildarstjóra heilbrigðissviðs Fastus og Guðmund Hreiðarsson framkvæmdastjóra HealthCo.