Odd­fellow­kon­ur gáfu bráðamót­tök­unni hjarta­hnoðtæki

Handboltakonur björguðu lífi
12. febrúar, 2015
Fósturgreiningadeild Landspítala fær að gjöf nýtt ómtæki frá GE Healthcare
11. september, 2015
Sýna allt

Odd­fellow­kon­ur gáfu bráðamót­tök­unni hjarta­hnoðtæki

Hilm­ar Kjart­ans­son sýn­ir Odd­fellow­kon­um hvernig hjarta­hnoðtækið er notað.

Hilm­ar Kjart­ans­son sýn­ir Odd­fellow­kon­um hvernig hjarta­hnoðtækið er notað.

Eftirfarandi frétt birtist á mbl.is þann 26. júní 2015 og er um að ræða hjartahnoðtæki frá HealthCo.

 

Odd­fellow­kon­ur gáfu bráðamót­tök­unni hjarta­hnoðtæki

Re­bekku­stúk­an nr. 4, Sig­ríður og Re­bekku­stúk­an nr. 7, Þor­gerður hafa fært bráðamót­tök­unni á Land­spít­ala Foss­vogi að gjöf sjálf­virkt hjarta­hnoðtæki. Tækið kem­ur í stað eins manns við end­ur­lífg­un með hjarta­hnoði, seg­ir í frétt frá Land­spít­al­an­um.

Hilm­ar Kjart­ans­son, yf­ir­lækn­ir bráðalækn­inga seg­ir það mikið ánægju­efni fyr­ir bráðamót­tök­una að taka við „jafn höfðing­legri gjöf og hjarta­hnoðtæk­inu Lucas. Þetta tæki er mik­il­væg­ur hlekk­ur í þeirri keðju að veita sem besta meðferð fyr­ir sjúk­linga sem eru í hjarta­stoppi. Tækið veit­ir jafnt og ár­ang­urs­ríkt hjarta­hnoð og hef­ur mikið að segja þegar verið er að veita jafn­mik­il­væga lífs­bjarg­andi meðferð. Við erum ákaf­lega þakk­lát fyr­ir að fá tækið gefið og það er ör­uggt að það á eft­ir að koma að góðum not­um í framtíðinni á bráðamót­tök­unni í Foss­vogi.“

Hilm­ar Kjart­ans­son sýn­ir Odd­fellow­kon­um hvernig hjarta­hnoðtækið er notað.

Hilm­ar Kjart­ans­son sýn­ir Odd­fellow­kon­um hvernig hjarta­hnoðtækið er notað.

 

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/06/26/oddfellowkonur_gafu_hjartahnodtaeki/