Hilmar Kjartansson, yfirlæknir bráðalækninga segir það mikið ánægjuefni fyrir bráðamóttökuna að taka við „jafn höfðinglegri gjöf og hjartahnoðtækinu Lucas. Þetta tæki er mikilvægur hlekkur í þeirri keðju að veita sem besta meðferð fyrir sjúklinga sem eru í hjartastoppi. Tækið veitir jafnt og árangursríkt hjartahnoð og hefur mikið að segja þegar verið er að veita jafnmikilvæga lífsbjargandi meðferð. Við erum ákaflega þakklát fyrir að fá tækið gefið og það er öruggt að það á eftir að koma að góðum notum í framtíðinni á bráðamóttökunni í Fossvogi.“