Hjartastuðtæki í verslanir BYKO
18. september, 2015
Gyllinæð – Lasermeðferð
19. júní, 2017
Sýna allt

LUCAS 3

LUCAS 3 er sjálfvirkt hjartahnoðtæki sem veitir hjartahnoð 100 sinnum á mínútu með fyrirfram ákveðnum þrýstingi. Tækið er ætlað til notkunar á fullorðnum einstaklingum sem eru í  hjartastoppi og þurfa á endurlífgun að halda.

LUCAS 3 býr yfir 2 stillingum á hjartahnoði, með eða án öndunarhlés. Hægt er að gefa hjartastuð þótt tækið sé í gangi. LUCAS 3 má nota tengdan bæði við 12V og 230V straum. Einnig er hægt að nota tækið á hleðslurafhlöðunni einni og sér. Óhætt er að flytja sjúkling sem verið er að hnoða með LUCAS 3 við endurlífgun þar sem tækið er fest á brjóstkassa sjúklings

Með tækinu fylgir harðskelja burðartaska, rafmagnssnúrur 12V og 230V, hleðslurafhlaða, 2 sogskálar fyrir hnoðarm og háls- og armólar.