Til hamingju BYKO með nýju hjartastuðtækin.
Eftirfarandi fréttatilkynning var birt í gær vegna kaupa BYKO á sjálfvirkum hjartastuðtækjum Lifepak CR Plus.
„Þar sem mínútur skipta miklu máli þegar kemur að endurlífgun má segja að BYKO hafi stigið stórt skref til að auka öryggi viðskiptavina sinna og starfsmanna með kaupum á þessum tækjum,“ segir Sigurður Brynjar Pálsson forstjóri BYKO. Fyrirtækið ehfur fjárfest í sjálfvirkum hjartastuðstækjum sem sett hafa verið upp í verslunum Byko og á skrifstofu þess. Talið er að um 300 manns fari í hjartastopp utan sjúkrahúsa á ári hverju, og engin leið er að sjá fyrir um hvar það gerist næst.
Tækin sem eru af gerðinni LIFEPAK CR® Plus eru alsjálfvirkt hjartastuðtæki, ætluð til almenningsnotkunar. LIFEPAK CR® Plus er mjög einfalt í notkun og krefst ekki sérfræðiþekkingar. Tækið er tilbúið til notkunar, um leið og það er opnað talar tækið til notandans og gefur fyrirmæli um aðgerðir á íslensku. Notandi er með því aðstoðaður í gegnum endurlífgunarferlið. Tækin eru úr línu hjartastuðtækja framleidd af Physio Control, þess má geta að hjartastuðtæki á allflestum sjúkrabílum á landinum eru úr þessari sömu línu. Því sparast tími, fyrirhöfn og kostnaður við notkun tækjanna þar sem ekki er þörf á að skipta um rafskaut þegar áhöfn sjúkrabíls tekur við þeirri vinnu sem hafin er.