Hjartastuðtæki / Endurlífgun

Physio Control hefur verið leiðandi í þróun, framleiðslu, sölu og þjónustu á sjálfvirkum hjartastuðtækjum og er meðal þeirra stærstu á því sviði í heiminum í dag. Vörulínan er breið, allt frá alsjálfvirkum hjartastuðtækjum til sérhæfðs og flókins tækjabúnaðar. Markmið Physio Control eru að framleiða tæki í hæsta gæðaflokki sem stuðlar að bestu möguleikum á björgun mannslífa. Physio Control hjartastuðtæki má m.a. finna í öllum sjúkrabílum, ýmsum sjúkrastofnunum og fyrirtækjum á Íslandi. Hjartahnoðtækið LUCAS er einnig að finna víðsvegar um landið.

Árið 2016 sameinuðust Physio Control og HeartSine sem er framleiðandi Samaritan Pad hjartastuðtækja. Samaritan Pad hjartastuðtækin hafa verið á markaði á Íslandi til margra ára. Eftir sameiningu Physio Control og HeartSine hefur HealthCo verið umboðsaðili fyrir hjartastuðtæki frá HeartSine.

Vinsamlega hafið samband við HealthCo til að fá frekari upplýsingar.

LIFEPAK CR Plus hjartastuðtæki

Lifepak CR Plus tækið er alsjálfvirkt þ.e. þá þarf ekki að ýta á á stuðrofa tækis til að gefa rafstuð. Tækið talar til notandans og gefur fyrirmæli á íslensku (hægt að fá með ensku tali). Tækið greinir sjálfkrafa mögulega rafvirkni í hjartanu og sé þess þörf gefur það rafstuð. Með tækinu fylgir burðartaska og lítil áföst taska sem inniheldur skæri, rakvél, hanska, sótthreinsiklúta og öndunarmaska. Ekki þarf að endurnýja hluti úr töskunni nema þeir séu notaðir. Með tækinu fylgir einnig rafhlaða og tveir pakkar af rafskautum en þau eru ætluð til notkunar á fullorðnum og börnum sem hafa náð 8 ára aldri. Hægt að er kaupa sérstök barnarafskaut fyrir börn yngri en 8 ára. Ábyrgðartími tækis eru 8 ár.

LIFEPAK CR Plus æfingatæki

Lifepak CR Plus æfingatæki er ætlað þeim sem kenna skyndihjálp þar sem m.a er farið yfir notkun á LIFEPAK CR Plus hjartastuðtæki. Allar aðgerðir á tækinu eru forritaðar á þann hátt að þær líki eftir mögulegum aðstæðum, sem upp geta komið eins og um notkun á LIFEPAK CR Plus hjartastuðtæki væri að ræða. Allar skipanir eru framkvæmdar með fjarstýringu sem fylgir tækinu. Tækið talar á ensku.

Tæki og fjarstýring ganga fyrir rafhlöðum. Burðartaska og rafskaut fylgja með.

Hér má lesa nánar um kennslutækið í pdf skjali.

Samaritan PAD 350 hjartastuðtæki

Samaritan PAD 350 er hálfsjáfvirkt hjartastuðtæki þ.e þá þarf að ýta á stuðrofa tækis til að gefa rafstuð. Tækið talar til notandans og gefur fyrirmæli á íslensku (hægt að fá með ensku tali). Tækið er búið myndum og táknum sem lýsast upp þegar við á sem auðveldar notkun þess.

Með tækinu fylgir burðartaska, hleðslurafhlaða og rafskaut. Rafskautin sem fylgja tækinu er ætluð til notkunar á fullorðnum og börnum sem hafa náð 8 ára aldri. Hægt er að kaupa sérstök barnarafskaut fyrir börn yngri en 8 ára. Endingartími rafhlaða og rafskauta eru 4 ár. Ábyrgðartími tækis eru 10 ár.

Samaritan PAD 350 æfingatæki

Samaritan PAD æfingatæki er ætlað þeim sem kenna skyndihjálp þar sem m.a er farið yfir notkun á Samaritan PAD 350 hjartastuðtæki. Allar aðgerðir á tækinu eru forritaðar á þann hátt að þær líki eftir mögulegum aðstæðum, sem upp geta komið eins og um notkun á Samaritan PAD 350 hjartastuðtæki væri að ræða. Allar skipanir eru framkvæmdar með fjarstýringu sem fylgir tækinu. Tækið talar á íslensku.

Tæki er hlaðið með rafmagni en fjarstýring gengur fyrir rafhlöðum. Burðartaska og rafskaut fylgja með.

Samaritan PAD 500 hjartastuðtæki

Samaritan PAD 500 er hálfsjálfvirkt hjartastuðtæki þ.e þá þarf að ýta á stuðrofa tækis til að gefa rafstuð. Tækið talar til notandans og gefur fyrirmæli á íslensku (hægt að fá með ensku tali). Tækið er búið búnaði sem veitir nákvæma endurgjöf um hjartahnoðið. Endurgjöfin felst í leiðbeiningum um hvort hjartahnoði sé rétt beitt þegar kemur að dýpt og hraða. Tækið er búið myndum og táknum sem lýsast upp þegar við á, sem auðveldar notkun þess.

Með tækinu fylgir burðartaska, hleðslurafhlaða og rafskaut. Rafskautin sem fylgja tækinu er ætluð til notkunar á fullorðnum og börnum sem hafa náð 8 ára aldri. Hægt að er kaupa sérstök barnarafskaut fyrir börn yngri en 8 ára.

Endingartími rafhlöðu og rafskauta eru 4 ár. Ábyrgðartími tækis eru 10 ár.

Samaritan PAD 500 æfingatæki

Samaritan PAD æfingatæki er ætlað þeim sem kenna skyndihjálp þar sem m.a er farið yfir notkun á Samaritan PAD 500 hjartastuðtæki. Allar aðgerðir á tækinu eru forritaðar á þann hátt að þær líki eftir mögulegum aðstæðum, sem upp geta komið eins og um notkun á Samaritan PAD 500 hjartastuðtæki væri að ræða. Allar skipanir eru framkvæmdar með fjarstýringu sem fylgir tækinu. Tækið talar á íslensku.

Tæki er hlaðið með rafmagni en fjarstýring gengur fyrir rafhlöðum. Burðartaska og rafskaut fylgja með.

LIFEPAK 1000 hjartastuðtæki

LIFEPAK 1000 hjartastuðtækið er hvoru tveggja hálfsjálfvirkt, þ.e. þá þarf að ýta á stuðrofa tækis til að gefa rafstuð, og handvirkt en þá eru allar aðgerðir á tækinu handstýrðar. Tækið talar til notandans á ensku. Allar skipanir birtast á skjá þess. Hægt er að fá tæki með 3 leiðslu hjartalínuriti til að fylgjast með hjartalínuriti á skjá tækisins. Með tækinu fylgir burðartaska og lítil áföst taska sem inniheldur skæri, rakvél, hanska, sótthreinsiklúta og öndunarmaska. Ekki þarf að endurnýja hluti úr töskunni nema þeir séu notaðir. Með tækinu fylgja 2 pakkar af álímanlegum rafskautum sem hafa um 2 og hálfs árs endingatíma. Endingartími rafhlöðu eru um 5 ár. Ábyrgðartími tækis eru 5 ár.

LIFEPAK 15 hjartastuðtæki

LIFEPAK 15 hjartastuðtækið er ætlað til notkunar í sjúkrabifreiðum og á sjúkrahúsum. Boðið er upp á margar útfærslur á tækinu. Tækið er búið 12 leiðslu hjartalínuriti (EKG), mælingum á súrefnismettun (Spo2), kolmónoxíð (SpCO), koltvísýring (CO2), súrefnisbindigetu (SpMet) og slagæðaþrýstingi. Ásamt venjubundnum mælingum á hita og blóðþrýstingi og gangráðskerfi.

LIFEPAK 15 tækið er með stóran skjá og búið tveimur lithium rafhlöðum sem halda hleðslu í allt að sex klukkustundir í senn. Tækið má einnig nota beintengt við rafmagn.

Lifepak15 getur tengst LIFENET kerfinu með 3G sendibúnaði. Með LIFENET er hægt að senda hjartalínurit og niðurstöður lífsmarkamælinga á fyrirhugaðan komustað sjúklingsins. Móttakandi upplýsinganna getur í framhaldi fyrirskipað frekari meðferð og undirbúið komu sjúklingsins.

LIFEPAK 20 hjartastuðtæki

LIFEPAK 20 hjartastuðtækið er ætlað til notkunar á sjúkrahúsum og öðrum heilbrigðisstofnunum. Tækið má nota sem sjálfvirkt hjartastuðtæki (AED) eða handvirkt hjartastuðtæki, þar sem notandi tækisins stýrir tækinu. Hægt er að nota álímd rafskaut eða stuðjárn með tækinu. Auk þess er tækið búið gangráðskerfi (pacer). Til viðbótar er hægt að fá tæki með 3ja leiðslu hjartalínuriti, súrefnismettunar mælingu (SpO2) og koltvísýrings mælingu (CO2).