Hjartahnoðtæki / LUCAS

Hjartahnoðtækið LUCAS kem­ur í stað eins manns við end­ur­lífg­un með hjarta­hnoði. LUCAS er mik­il­væg­ur hlekk­ur í þeirri keðju að veita bestu meðferð fyr­ir sjúk­linga sem eru í hjarta­stoppi. LUCAS veit­ir jafnt og ár­ang­urs­ríkt hjarta­hnoð sem er mikilvægt þegar veitt er lífs­bjarg­andi meðferð.

LUCAS 3 er sjálfvirkt hjartahnoðtæki sem veitir hjartahnoð 100 sinnum á mínútu með fyrirfram ákveðnum þrýstingi. Tækið er ætlað til notkunar á fullorðnum einstaklingum sem eru í  hjartastoppi og þurfa á endurlífgun að halda.

LUCAS 3 býr yfir 2 stillingum á hjartahnoði, með eða án öndunarhlés. Hægt er að gefa hjartastuð þótt tækið sé í gangi. LUCAS 3 má nota tengdan bæði við 12V og 230V straum. Einnig er hægt að nota tækið á hleðslurafhlöðunni einni og sér. Óhætt er að flytja sjúkling sem verið er að hnoða með LUCAS 3 við endurlífgun þar sem tækið er fest á brjóstkassa sjúklings

Með tækinu fylgir harðskelja burðartaska, rafmagnssnúrur 12V og 230V, hleðslurafhlaða, 2 sogskálar fyrir hnoðarm og háls- og armólar.

lucas3