Fríða Björg Leifsdóttir tekur við viðurkenningu í Dusseldorf frá GE Healthcare.
HealthCo besti umboðsmaður GE Healthcare 2013-2014
14. desember, 2014
Hilm­ar Kjart­ans­son sýn­ir Odd­fellow­kon­um hvernig hjarta­hnoðtækið er notað.
Odd­fellow­kon­ur gáfu bráðamót­tök­unni hjarta­hnoðtæki
26. júní, 2015
Sýna allt

Handboltakonur björguðu lífi

mbl.is/​Júlí­us

Úr frétt mbl.is þann 12. febrúar 2015

Hand­bolta­kon­an Anna Úrsúla Guðmunds­dótt­ir er skyndi­hjálp­armaður árs­ins, en verðlaun­in voru veitt í dag á 112 deg­in­um. Úrsúla, ásamt liðsfé­lög­um sín­um í Val, bjargaði lífi manns sem hné niður í Vals­heim­il­inu síðasta vor.

 

Nám­skeiðið skipti sköp­um

Skyndi­hjálp­armaður Rauða kross­ins að þessu sinni er hand­bolta­kon­an Anna Úrsúla Guðmunds­dótt­ir. Var hún verðlaunuð fyr­ir skjót viðbrögð er Guðmund­ur Helgi Magnús­son, hné niður í Vals­heim­il­inu síðasta vor.

„Ég hef farið á skyndi­hjálp­ar­nám­skeið, ég vinn hjá Eim­skip og þau þar eru rosa­lega dug­leg að halda þannig fyr­ir starfs­fólkið,“ seg­ir Anna Úrsúla í sam­tali við mbl.is. „Það hjálpaði svo sann­ar­lega í þess­um aðstæðum.

“Við at­höfn­ina í dag sagði Sveinn Krist­ins­son, formaður Rauða kross­ins á Íslandi frá því hvernig Anna Úrsúla stökk upp til manns­ins er hann hneig niður. Sagði hann að hún hafi klifrað yfir pall­anna „sem voru eins og bjarg“.

 

Voru ró­leg­ar og unnu kerf­is­bundið

– En hvað hugsaði Anna Úrsúla þegar hún sá mann­inn hníga niður?

„Ég hugsaði fyrst að hann hlyti að hafa bara dottið og meitt sig. En svo kom hann ekk­ert upp aft­ur nokkr­um sek­únd­um síðan þannig ég skaust þarna upp til að sjá hvað var í gangi. Í raun og veru sá ég strax hvað ég gat gert til þess að láta hon­um líða bet­ur. Það blæddi rosa­lega mikið úr höfðinu á hon­um og ég reyndi að skorða hann. Svo kallaði ég á stelp­urn­ar því ég vissi að ég gæti ekki stundað lífg­un­ar­tilraun­ir ein og við hjálpuðumst að.“

Anna Úrsúla seg­ir að hóp­ur­inn hafi verið yf­ir­vegaður og að það hafi hjálpað til. „Við vor­um bara mjög ró­leg­ar og unn­um kerf­is­bundið í því sem við vor­um að gera.“

Aðspurð hvort að henni finn­ist mik­il­vægt að fólk fari á skyndi­hjálp­ar­nám­skeið svar­ar Anna Úrsúla því ját­andi. „Já, ég tel að það sé mik­il­vægt. Það sann­ar sig í at­vik­um eins og þessu, við vor­um nokkr­ar í hópn­um sem höfðu farið. Mér finnst þetta mik­il­væg­ur grunn­ur.“

Anna Úrsúla hrós­ar einnig hjart­astuðstæki sem var á svæðinu sem liðsfé­lagi henn­ar, Re­bekka Rut Skúla­dótt­ir notaði á mann­inn.

„Þetta tæki er al­veg ótrú­legt. Mér finnst að það ætti að vera sýni­legra í sund­laug­um og íþrótta­hús­um því þetta er snilld­ar­tæki. Það gerði bara allt fyr­ir okk­ur.“

 

Hjartastuðtækið sem um ræðir er frá PHYSIO CONTROL og HealthCo er umboðsaðili þess á Íslandi

Physio Control hefur verið leiðandi í þróun, framleiðslu, sölu og þjónustu á hjartastuðtækjum og er meðal þeirra stærstu á því sviði í heiminum í dag. Vörulínan er breið, allt frá alsjálfvirkum hjartastuðtækjum til sérhæfðs og flókins tækjabúnaðar. Markmið Physio Control eru að framleiða tæki í hæsta gæðaflokki sem stuðlar að bestu möguleikum á björgun mannslífa.

Physio Control má m.a. finna í öllum sjúkrabílum, ýmsum sjúkrastofnunum og fyrirtækjum á íslandi.

 

Meira um Physio Control

Sjá fréttina á mbl.is

Fréttin af mbl.is á pdf formi