LUCAS 3
25. febrúar, 2017
Fistill í endaþarmi – Lasermeðferð
19. júní, 2017
Sýna allt

Gyllinæð – Lasermeðferð

Biolitec lasermeðferð við gyllinæð (hemorrhoids)

Gyllinæð er æðaflækjur undir slímhúð neðst í endaþarmi eða undir húð í endaþarmsopi. Gyllinæð er hægt að minnka eða fjarlægja með Bioltec  lasermeðferð. Hún er framkvæmd með þeim hætti að laserþræði er komið fyrir í gyllinæðinni sjálfri. Lasermagnið frá þræðinum gerir það að verkum að það  lokast fyrir æðar sem næra gyllinæðina. Við það skreppur hún strax saman. Næstu vikurnar á eftir heldur gyllinæðin áfram að minnka. Að lokum hverfur hún að mestu eða öllu leyti.

Kostir gyllinæðaaðgerða með Biolitec lasermeðferð eru ótvíræðir:

  • Aðgerðina er hægt að framkvæmd utan spítala.
  • Aðgerðin sjálf tekur 10-15 mínútur.
  • Hægt að framkvæma í léttri svæfingu eða deyfingu.
  • Hefur ekki áhrif eða skemmir slímhúð, vefi eða vöðva í endaþarmi.
  • Engin blæðing eða saumar.
  • Litlir sem engir verkir.
  • Vinnufærni næsta dag eða næstu daga á eftir.

Hér má sjá á myndum og myndbandi  hvernig gyllinæðaaðgerð er framkvæmd með Biolitec laser.

 

Í byrjun aðgerðar er laserþræði komið fyrir í gyllinæðinni sjálfri.

 

Gyllinæðin er meðhöndluð með laser frá laserþræðinum.

                                                             

 

Gyllinæðin skreppur strax saman og hverfur að mestu eða öllu leiti nokkrum vikum síðar.

  

 

Frekari upplýsinga má fá hjá almennum skurðlæknum og skurðlæknum með sérsvið í ristil- og endaþarmslækningum sem hafa hlotið þjálfun í Biolitec lasermeðferð við gyllinæð, fistil í endaþarmi og tvíburabróðir.

Sjá einnig meira um Biolitec lasermeðferðir hér.