Fósturgreiningadeild Landspítala fær að gjöf nýtt ómtæki frá GE Healthcare

Hilm­ar Kjart­ans­son sýn­ir Odd­fellow­kon­um hvernig hjarta­hnoðtækið er notað.
Odd­fellow­kon­ur gáfu bráðamót­tök­unni hjarta­hnoðtæki
26. júní, 2015
Physio Control kaupir Heartsine (Samaritan Pad)
16. september, 2015
Sýna allt

Fósturgreiningadeild Landspítala fær að gjöf nýtt ómtæki frá GE Healthcare

Það er gaman að segja frá svona fréttum. Þessi birtist á www.visir.is í dag 11. september 2015.

 

Fósturgreiningardeildin fær nýtt sónartæki

AR-150919751

 

Kvenfélagið Hringurinn hefur fært fósturgreiningardeild Landspítala nýtt sónartæki til ómskoðunar fóstra og barna í móðurkviði. Þá hefur Thorvaldsensfélagið gefið nýjan ómhaus við tækið.

Í tilkynningu frá Landspítala segir að gefendunum hafi veirð sýnt tækið í notkun 4. september síðastliðinn og þakkaður hlýhugur fyrir þessar góðu gjafir.

„Sónartæknin á meðgöngu er fyrir löngu orðin hluti af greiningu og jafnvel meðferð á meðgöngu og er samofin mæðravernd, í vissum tilvikum út alla meðgönguna.

Tækninni fer sífellt fram og er nú hægt að greina ákveðin frávik frá eðlilegu ferli snemma á meðgöngu sem gerir kleift að bregðast við sérhæfðum vandamálum miklu fyrr en áður.

Með nýjum tækjum eykst skerpa og skýrleiki myndanna sem síðan eykur líkur á nákvæmari  greiningu,“ segir í tilkynningunni.

Hér má svo finna nánari upplýsingar um ómtækið sem gefið var.

http://www3.gehealthcare.co.uk/en-gb/products/categories/ultrasound/voluson/voluson_e10