Gyllinæð – Lasermeðferð
19. júní, 2017
Tvíburabróðir – Lasermeðferð
19. júní, 2017
Sýna allt

Fistill í endaþarmi – Lasermeðferð

Biolitec lasermeðferð við fistli (fistula)

Fistill er gangur eða gangar sem tengjast endaþarmsopi með einum eða öðrum hætti.

Í flestum tilfellum þarf að framkvæma aðgerð til að loka ganginum eða göngunum.

Fistli er hægt loka í flestum tilfellum með Biolitec lasermeðferð. Ef um sýktan fistilgang er að ræða er byrjað á þvi að koma fyrir holum þræði sem er þræddur í gegn um fistilgöngin. Sýkingin á þá greiða leið út á yfirborðið. Við það þurrkast göngin upp á nokkrum vikum. Að því loknu er hann fjarlægður. Síðan er sjálf laser aðgerðin framkvæmd. Laserþræði er komið fyrir í enda fistilsins. Hann er svo dregin út á meðan lasermagnið sem frá honum kemur þrengir fistilganginn. Fistilgangurinn lokast svo endanlega að nokkrum vikum liðnum.

Ef fistilgangurinn er mjög víður gæti þurft að endurtaka meðferðina og loka honum endanlega einhverjum mánuðum síðar.

Kostir  Biolitec lasermeðferðar við fistli eru ótvíræðir:

  • Aðgerðina er oftast hægt að framkvæmd utan spítala.
  • Aðgerðin sjálf tekur nokkrar mínútur.
  • Hægt er að framkvæma í léttri svæfingu.
  • Hefur ekki áhrif né skemmir vefi eða vöðva í kringum fistilinn.
  • Engin blæðing.
  • Litlir verk.
  • Vinnufærni næstu daga á eftir.

Hér má sjá á mynd og myndbandi  hvernig fistilaðgerð er framkvæmd með Biolitec lasermeðferð.

 

Í byrjun aðgerðar er laserþræði komið fyrir enda fistilgangs.

                 

Laserþráðurinn er dreginn niður fistilganginn. Fistilgangurinn þrengist strax af völdum lasermeðferðarinnar.

 

 

Frekari upplýsinga má fá hjá almennum skurðlæknum og skurðlæknum með sérsvið í ristil- og endaþarmslækningum sem hafa hlotið þjálfun í Biolitec lasermeðferð við gyllinæð, fistil í endaþarmi og tvíburabróðir.

Sjá einnig meira um Biolitec lasermeðferðir hér.