Biolitec laser

Biolitec laser

Biolitec laser er díóðu laser sem hefur þá sérstöðu að hægt er  að velja um mismunandi bylgjulengdir þ.e. 980 nm og 1470 nm og allt þar á milli. Með því er hægt að stýra þeirri orku sem nota þarf í hverju tilfelli. Hvort sem það á að skera, fjarlægja, brenna eða stoppa blæðingu.

Biolitec laserinn notar mismunandi laserþræði allt eftir því hvaða aðgerð á að framkvæma. Hönnun þeirra ásamt vali á bylgjulengd gerir það að verkum að lasermeðferðin verður nákvæmari og skaðar ekki nálæga vefi.

Biolitec®  laser  er alþjóðalega viðurkennd aðferðarfræði sem er vottuð sem hefur verið notuð víða um heim á virtum heilbrigðisstofnunum til margra ára og er talin ein sú besta sem völ er á í heiminum í dag.

Margar óháðar rannsóknir hafa sýnt að lasermeðferð með Biolitec®  laser er örugg og gefur góðan  árangur borin saman við sambærilegar eða aðrar aðferðir. Ávinningar hennar er margvíslegir. Má þar nefna:

 • Skjótari bati.
 • Litlir sem engir verkir.
 • Lítil eða engin blæðing.
 • Engir saumar/skurðir.
 • Hægt að framkvæma í staðdeyfingu eða þandeyfingu.

 

 

Eftirfarandi aðgerðir eru framkvæmdar hér á landi með Biolitec® laser:

 

Biolitec lasermeðferð við gyllinæð (hemorrhoids)

Gyllinæð er æðaflækjur undir slímhúð neðst í endaþarmi eða undir húð í endaþarmsopi. Gyllinæð er hægt að minnka eða fjarlægja með Bioltec  lasermeðferð. Hún er framkvæmd með þeim hætti að laserþræði er komið fyrir í gyllinæðinni sjálfri. Lasermagnið frá þræðinum gerir það að verkum að það  lokast fyrir æðar sem næra gyllinæðina. Við það skreppur hún strax saman. Næstu vikurnar á eftir heldur gyllinæðin áfram að minnka. Að lokum hverfur hún að mestu eða öllu leyti.

Kostir gyllinæðaaðgerða með Biolitec lasermeðferð eru ótvíræðir:

 • Aðgerðina er hægt að framkvæmd utan spítala.
 • Aðgerðin sjálf tekur 10-15 mínútur.
 • Hægt að framkvæma í léttri svæfingu eða deyfingu.
 • Hefur ekki áhrif eða skemmir slímhúð, vefi eða vöðva í endaþarmi.
 • Engin blæðing eða saumar.
 • Litlir sem engir verkir.
 • Vinnufærni næsta dag eða næstu daga á eftir.

Hér má sjá á myndum og myndbandi  hvernig gyllinæðaaðgerð er framkvæmd með Biolitec laser.

 

Í byrjun aðgerðar er laserþræði komið fyrir í gyllinæðinni sjálfri.

 

Gyllinæðin er meðhöndluð með laser frá laserþræðinum.

                                                             

 

Gyllinæðin skreppur strax saman og hverfur að mestu eða öllu leiti nokkrum vikum síðar.

  

 

 

 

 Biolitec lasermeðferð við fistli (fistula)

Fistill er gangur eða gangar sem tengjast endaþarmsopi með einum eða öðrum hætti.

Í flestum tilfellum þarf að framkvæma aðgerð til að loka ganginum eða göngunum.

Fistli er hægt loka í flestum tilfellum með Biolitec lasermeðferð. Ef um sýktan fistilgang er að ræða er byrjað á þvi að koma fyrir holum þræði sem er þræddur í gegn um fistilgöngin. Sýkingin á þá greiða leið út á yfirborðið. Við það þurrkast göngin upp á nokkrum vikum. Að því loknu er hann fjarlægður. Síðan er sjálf laser aðgerðin framkvæmd. Laserþræði er komið fyrir í enda fistilsins. Hann er svo dregin út á meðan lasermagnið sem frá honum kemur þrengir fistilganginn. Fistilgangurinn lokast svo endanlega að nokkrum vikum liðnum.

Ef fistilgangurinn er mjög víður gæti þurft að endurtaka meðferðina og loka honum endanlega einhverjum mánuðum síðar.

Kostir  Biolitec lasermeðferðar við fistli eru ótvíræðir:

 • Aðgerðina er oftast hægt að framkvæmd utan spítala.
 • Aðgerðin sjálf tekur nokkrar mínútur.
 • Hægt er að framkvæma í léttri svæfingu.
 • Hefur ekki áhrif né skemmir vefi eða vöðva í kringum fistilinn.
 • Engin blæðing.
 • Litlir verk.
 • Vinnufærni næstu daga á eftir.

Hér má sjá á mynd og myndbandi  hvernig fistilaðgerð er framkvæmd með Biolitec lasermeðferð.

 

Í byrjun aðgerðar er laserþræði komið fyrir enda fistilgangs.

                 

Laserþráðurinn er dreginn niður fistilganginn. Fistilgangurinn þrengist strax af völdum lasermeðferðarinnar.

 

 

 

 

Biolitec lasermeðferð við tvíburabróður (sinus pil)

Tvíburabróðir er holrúm með hárum í sem liggur undir húð á spjaldhryggsvæðinu. Frá holrúminu geta myndast göng sem liggja undir húðinni og út á yfirborð húðar. Ef þau eru til staðar eru meiri líkur á sýkingu á svæðinu.

Í flestum tilfellum er hægt að fjarlægja tvíburabróðir með Biolotec lasermeðferð. Hún er framkvæmd með þeim hætti að hárin í holrúminu er fjarlægð eins og hægt er. Laserþráður er þræddur upp göngin þar til að hann er kominn í holrúmið. Laserþráðurinn er svo dreginn út á meðan lasermagnið sem frá honum kemur þrengir ganginn. Hann lokast svo endanlega nokkurm vikum síðar.

Hér má sjá á mynd, hvernig tvíburabróðir er fjarlægður með Biolitec lasermeðferð.

 

Í byrjun aðgerðar er laserþræði komið fyrir í holrúminu. Hann er svo dreginn út ganginn. Lasermagnið sem frá þræðinum kemur dregur holrúmið og ganginn saman.

 

 

 

Biolitec lasermeðferð við æðahnútum

Æðahnúta í fótleggjum er hægt að laga með Biolitec® laser.

Hún er framkvæmd með þeim hætti að aðgerðarsvæðið er deyft með kældri saltvantslausn s.k. þandeyfingu. Æðalegg er komið fyrir í æðinni. Laserþráðurinn er þræddur í gegn um æðalegginn og upp æðina sem á að meðhöndla. Hann er svo dreginn til baka meðan  hitinn frá frá laserþræðinum dregur æðina saman. Biolitec®  þráðurinn hefur þá sérstöðu umfram aðra laser þræði að hann beinir hitanum í 90° beint út í æðavegginn. Þetta skilar betri árangur og öryggi við meðferðina . Nokkrum mánuðum síðar er æðin ekki sjáanleg með ómskoðun.

Kostir  Biolitec lasermeðferðar við æðahnútum í fótleggjum eru ótvíræðir:

 • Aðgerðina er hægt að framkvæmd án innlagnar.
 • Meðferðartími stuttur eða 1-3 klst frá komu til brottfarar.
 • Aðgerðin sjálf tekur vanalega frá ½ til 1  klst.
 • Gerð í staðdeyfingu (þandeyfingu) með kæruleysislyfi.
 • Skemmir ekki vefi í kringum æðina.
 • Lítil sem engin blæðing eða mar.
 • Engir saumar eða örvefsmyndun.
 • Litlir verkir.
 • Vinnufærni innan fárra daga eftir aðstæðum og vinnu.

Hér má sjá á myndum og myndbandi  hvernig æðahnútaaðgerð  er framkvæmd með Biolitec laser.

 

Æðalegg komið fyrir í æðinni.

 

Laserþráðurinn er þræddur í gegnum æðalegginn og upp æðina.

 

Lasermeðferðin hefst.

 

Æðin dregst strax saman af völdum lasermeðferðarinnar.

 

 

 

Frekari upplýsinga má fá hjá almennum skurðlæknum og skurðlæknum með sérsvið í ristil- og endaþarmslækningum sem hafa hlotið þjálfun í Biolitec lasermeðferð við gyllinæð, fistil í endaþarmi og tvíburabróðir.