Æðahnúta í fótleggjum er hægt að laga með Biolitec® laser.
Hún er framkvæmd með þeim hætti að aðgerðarsvæðið er deyft með kældri saltvantslausn s.k. þandeyfingu. Æðalegg er komið fyrir í æðinni. Laserþráðurinn er þræddur í gegn um æðalegginn og upp æðina sem á að meðhöndla. Hann er svo dreginn til baka meðan hitinn frá frá laserþræðinum dregur æðina saman. Biolitec® þráðurinn hefur þá sérstöðu umfram aðra laser þræði að hann beinir hitanum í 90° beint út í æðavegginn. Þetta skilar betri árangur og öryggi við meðferðina . Nokkrum mánuðum síðar er æðin ekki sjáanleg með ómskoðun.
Kostir Biolitec lasermeðferðar við æðahnútum í fótleggjum eru ótvíræðir:
Hér má sjá á myndum og myndbandi hvernig æðahnútaaðgerð er framkvæmd með Biolitec laser.
Æðalegg komið fyrir í æðinni.
Laserþráðurinn er þræddur í gegnum æðalegginn og upp æðina.
Lasermeðferðin hefst.
Æðin dregst strax saman af völdum lasermeðferðarinnar.
Frekari upplýsinga má fá hjá æðaskurðlæknum sem hafa hlotið þjálfun í Biolitec lasermeðferð við æðahnútum í fótleggjum.
Sjá einnig meira um Biolitec lasermeðferðir hér.